Hvað er hægt að gera til þess að bæta geðheilsuna? Að eiga í jákvæðum samskiptum við fólk, bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, vera duglegur að hreyfa sig, eiga góða vini og skemmtileg áhugamál, vera bjartsýnn og búa yfir góðu sjálfstrausti, eru aðeins nokkrar leiðir sem hægt er að nýta sér til þess að líða vel á sálinni. Kynntu þér fleiri leiðir með því að smella á hugtökin hér fyrir neðan.
samræða, viðræða
Að eiga samtal við aðra manneskju getur aukið skilning manns á því sem aðrir eru að ganga í gegnum. Í samtali er mikilvægt að báðir aðilar fái að tala og segja frá sjálfum sér, sem og að hlusta á það sem hinn hefur að segja.
það að treysta, vera treyst, áreiðanleiki
njóta trausts
Traust ríkir á milli góðra vina og í heilbrigðum samböndum. Fólk sem treystir hvort öðru getur verið það sjálft, án þess að hafa áhyggjur af því að vera dæmt eða að lítið verði gert úr því.
viðurkenning og gott álit sem maður ávinnur sér frá öðrum, heiður
Að bera virðingu fyrir öðrum felur í sér að koma fram við fólk af kurteisi, tala vel um fólk þegar það er ekki á staðnum og fallega til þess í persónu. Virðing felur einnig í sér að koma vel fram við sjálfan sig.
það að taka vægt á yfirsjónum eða andstöðu annarra
sýna umburðarlyndi
Að sýna hvert öðru skilning og gefa tækifæri á að vera svona eða hinsegin dregur úr streitu og árekstrum. Neikvæðar hugsanir fylgja gjarnan hinu gagnstæða.
það að hreyfast, færast úr stað, breyting í tímarúminu
Að hreyfa sig veitir útrás, til dæmis fyrir orku eða erfiðar tilfinningar, auk þess sem hreyfing verður þess valdandi að líkaminn gefur frá sér hormón sem auka vellíðan.
tryggð, traust
Trúnaður ríkir milli einstaklinga sem treysta hvor öðrum, sem geta sagt hvor öðrum frá því sem er að gerast í lífi þeirra sem þeir vilja ekkert endilega að allir viti.
venjur í mat og drykk
Að koma sér upp góðri rútínu í mat og drykk, borða reglulega, ágætlega hollt og drekka nóg af vatni, veitir manni orku til þess að takast á við daginn.
það að geta sett sig í spor annars
Það að geta sett sig í spor annarra. Hlusta og sýna skilning og hlýju.
það að tjá sig, túlkun
Það að geta tjáð tilfinningar sínar er mikilvægur þáttur geðheilsu.
það að bera hag e-s fyrir brjósti, ræktarsemi blandin velvild
Að þykja vænt um einhvern í lífi sínu og vilja viðkomandi vel. Hugsa fallega til þeirra og óska þess að þeim líði sem allra best. Góðvild er annað orð yfir umhyggju.
það að vera þolinmóður
Að sætta sig við að hlutirnir geti tekið stundum tekið tíma, án þess að láta það trufla sig eða fara í taugarnar á sér.
sú tilfinning að vera glaður
Gleðjast yfir því góða í lífinu. Hafa gaman af því sem maður tekur sér fyrir hendur.
það að vera jákvæður
Að velja að sjá það jákvæða í fólki og aðstæðum.
það að vera úthaldsgóður
Seigla hjálpar einstaklingum við að komast í gegnum hluti sem eru erfiðir. Það felur í sér að hafa styrk og úthald til þess að halda áfram og ekki bugast, þó eitthvað bjáti á. Önnur orð eru þrautseigja og úthald.
það að taka þátt í e-u, vera með í e-u, aðild
Að vera þátttakandi felur í sér að vera hluti af hóp. Að vera virkur þátttakandi þýðir að leggja sitt af mörkum fyrir heildina.
það að vera forvitinn, hnýsinn
Að spyrja spurninga og velta hlutunum fyrir sér er góð leið til þess að læra og fræðast um sjálfan sig, fólkið í kringum sig og veröldina almennt.
endurtekin athöfn, andleg eða líkamleg, til að ná sem bestum árangri á tilteknu sviði
Að æfa sig er eina leiðin til þess að verða góður. Til þess að ná árangri, þarf að gera sama hlutinn aftur og aftur.
það að vera vinur einhvers, tilfinningar vina hvers til annars
Tengsl þar sem kærleikur ríkir á milli einstaklinga eða hóps. Vinir geta deilt hverju sem er sín á milli og hafa gaman af því að vera saman.
það ástand að sofa
Hvíld er nauðsynleg til þess að koma í veg fyrir óþarfa pirring og neikvæðni. Fólk sem er úthvílt á mun auðveldara með að takast á við verkefni dagsins.
kyrrð, friður
Það er stundum gott að gera ekki neitt. Að vera í ró og kyrrð er tækifæri fyrir líkamann og huga að slaka á og safna orku fyrir það sem koma skal.
ástand þar sem hugurinn er kyrrður og tæmdur af öllum hugsunum
Hugleiðsla snýst um að líta inn á við og taka eftir hugsunum manns og tilfinningum. Hugleiðsla er æfing sem hjálpar fólki að kynnast sjálfum sér betur.
eitthvað sem einhver gerir sér til ánægju (í frístundum sínum), tómstundagaman, hobbí
Að eiga áhugamál getur örvað ímyndunaraflið, veitt áskoranir og tækifæri til þess að kynnast heiminum á annan hátt. Fyrst og fremst eru áhugamál til þess gerð að hafa gaman af þeim.
sem tekur gild mörg sjónarmið fremur en eitt þröngt
Það að vera víðsýnn er sjá hlutina frá fleiri en einu sjónarhorni. Ólíkur bakgrunnur og menning mótar gjarnan hugmyndir okkar. Fræðumst um annað fólk og hvaðan það er að koma.
það að vera hjálpsamur, greiðvikni
Hjálpsemi felst í því að gera eitthvað fyrir aðra sem þeir geta ekki gert sjálfir. Öll þörfnumst við einhvern tíma hjálpar.
það að vera hugrakkur, kjarkur, dirfska
Það að vera hugrakkur getur t.d. verið að stíga fram og mótmæla þegar einhver er beittur órétti. Önnur orð yfir hugrekki eru til dæmis kjarkur og dirfska.
það að skilja e-ð, næmleiki á það sem er sagt og gert
Hlusta á aðra og bera virðingu fyrir því sem þeir eru að segja og hafa fram að færa.
trú á sjálfan sig, eigin verðleika
Sú trú á að þú sjálfur getir gert ákveðna hluti, því sterkari sem trúin er því meira er sjálfstraustið. Sá sem hefur sjálfstraust trúir því að hann muni standa sig með sóma í þeim aðstæðum sem hann stendur frammi fyrir hverju sinni.
það að vera bjartsýnn
Að gera ráð fyrir því að hlutirnir gangi vel og að eitthvað gott gerist. Horfa björtum augum til framtíðar.
tilfinning þakkar, tilfinning þess að hafa hlotið eitthvað gott
Vera þakklátur fyrir það góða sem er í lífi manns. Kunna að njóta litlu hlutanna í lífinu.